Ferill 678. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1012  —  678. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu viðbótarlauna til starfsmanna ríkisins.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hvaða stofnanir og stjórnvöld sem heyra undir ráðherra nota hvatakerfi viðbótarlauna fyrir starfsmenn, sbr. reglur nr. 1432/2022?
     2.      Hversu mikið hefur ríkissjóður greitt í viðbótarlaun á síðustu fjórum árum og til hversu margra starfsmanna?
     3.      Er eitthvert hámark viðbótarlauna sem starfsmenn geta hlotið á grundvelli reglna um viðbótarlaun?
     4.      Hver er mesta upphæð sem hefur verið greidd til starfsmanns á starfsári sem telst til viðbótarlauna?
     5.      Í fréttatilkynningu Skattsins hinn 12. febrúar sl. kom fram að viðbótarlaunakerfi starfsmanna stofnunarinnar væri afnumið. Hvernig munu umræddar breytingar hafa áhrif á starfskjör starfsmanna Skattsins?


Skriflegt svar óskast.